Álalind 10, Kópavogur
62.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
110 m2
62.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2017
Brunabótamat
55.600.000
Fasteignamat
51.150.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsileg 3ja herbergja endaíbúð á efstu hæð að Álalind 10 ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Mikil lofthæð, innfelld lýsing, innihurðar í yfirstærð. Tvö góð svefnherbergi, eldhúsið vel útbúið með fallegri innréttingu og Quartstein á borðum. Spanhelluborð og ofn í vinnuhæð. Rúmgóðar svalir út frá stofu um 15,5fm, þvottaherbergi er innan íbúðar og staðsetning eftirsótt með alla þjónustu í göngufæri. Allar nánari upplýsinar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Nánari lýsing: Forstofa: komið er inn í forstofu um sérinngang af svölum, flísar eru á gólfi og góður þrefaldur fataskápur.
Eldhús: eldhús eignarinnar er með hvítri eldhúsinnréttingu og með quartsstein á borði, Spanhelluborð og ofninn er í vinnuhæð. Borðkrókur er við glugga og harðparket er á gólfi.
Stofa: stofan er samliggjandi eldhúsi og í sam rými, harðparket er á gólfi og útgengt út á rúmgóðar svalir með glerhandriði sem mögulegt er að yfirbyggja. Stórir gluggar hleypa góðri birtu inn.
Svefnherbergi: herbergin eru tvö, bæði rúmgóð með góðum fataskápum og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta. Stór sturta með glerskilrúmi, hvítri innréttingu með stein á borði og upphengdu salerni. Stór opnanlegur gluggi er á baðherberginu og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: Sér geymsla er í sameign eignarinnar ásamt hjóla og vagnageymslu og sérstæði í lokaðri bílageymslu.
Niðurlag: Þetta er virkilega falleg og björt íbúð á efstu hæð í vönduðu fjölbýlishúsi miðsvæðis í Kópavogi.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.isHúsið er staðsett í miðju nýs hverfis á móti Smáralind. Húsið er 4ra hæða lyftuhús með 11 íbúðum. Í kjallara hússins er sameiginleg upphituð (frostfrí) bílageymsla. Húsið er að hluta til á svifi, sem gefur því glæsilegt yfirbragð. 
Á fyrstu hæð eru geymslur fyrir íbúðir ásamt reiðhjóla- og sorpgeymslu. 

Burðarvirki fjölbýlis er staðsteypt með hefðbundnum hætti og eru útveggir einangraðir að utan og klæddir þannig er viðhaldi hússins haldið í lágmarki. 
Fyrsta hæð er flísaklædd og 2.– 4. hæð er álklædd, veggir inn á svölum eru klæddir með lerki. 

Hönnun húss: Kristinn Ragnarsson, KRark ehf 
Byggingaraðili: Byggingarfélagið Bestla ehf 


 

Senda fyrirspurn vegna

Álalind 10

CAPTCHA code


Hafdís Rafnsdóttir
Sölustjóri, Löggiltur fasteigna- og skipasali og eigandi