Einstök eign á eftirsóttum stað.
Fasteignasalan TORG kynnir: GULLFALLEGT EINBÝLISHÚS Í EINSTÖKU UMHVERFI Á STÓRRI SKÓGI-VAXINNI HRAUNLÓÐ VIÐ BÆJARMÖRK GARÐABÆJAR OG HAFNARFJARÐAR SEM STENDUR VIÐ GAMLA ÁLFTANESVEGINN.
Húsið er 282 fm á einni hæð og skiptist í forstofu, baðherbrgi, stofu og borðstofu, sjónvarpsrými, opið eldhús, 3 barnaherbergi, hjónaherbergi með sér baðherbergi, þvottahúsi og bílskúr. Allar hurðir og mestur hluti innréttinga sérsmíðaður. Innkeyrslan við bílskúr er hellulögð með hitalögn. Hraunið og óspillt náttúran umlykja húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@fstorg.is og/eða Hafliði lögg.fasteignasali í síma 846-4960 eða netfangið Haflidi@fstorg.is
Nánari lýsing: Húsið stendur á 2.250 fm. lóð. Arkitekt: Vilhjálmur Hjálmarsson.
Forstofa: Komið er inn í flísalagða forstofu með góðum skápum.
Eldhús: Fallegt opið eldhús með vönduðum innréttingum, gott skápapláss, flísar á gólfi.
Borðstofa: Stafaparkett á gólfi.
Stofa: Rúmgóð stofa, hátt til lofts, fallegur arinn, stafaparket á gólfi.
Sjónvarpshol: Gott sjónvarpshol með stafaparket. Þaðan má fara beint út á verönd. Stigi þaðan á neðri pall með heitum potti.
Hjónaherbergi: Stórt hjónaherbergi parketlagt með sér-flísalögðu baðherbergi innaf (sturta).
Barnaherbergi: Rúmgott barnaherbergi með fataskáp og parket á gólfi.
Barnaherbergi: Rúmgott barnaherbergi með fataskáp og parket á gólfi.
Barnaherbergi: Rúmgott barnaherbergi með flísum á gólfi.
Baðherbergi: Rúmgott með ljósum innréttingum, baðkar og sturta.
Þvottahús: Góðar innréttingar, dúklagt og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gott geymsluháaloft.
Bílskúr: Tvöfaldur 49 fm.
Lóðin: Stór falleg hraunlóð sem hefur verið látin halda sér að mestu. Einstaklega kyrrlátt og skjólsælt.
Staðsetning húss: Staðsetning er góð m.t.t. aðkomu að stofnbrautum, náttúruparadís í jaðrinum með flottum göngustígum og hjólastígum.
Umhverfi: Húsið er staðsett í sannkallaðri náttúruperlu í hrauninu sunnan gamla Álftanesvegarins. Aðkeyrsla inn í hverfið er frá Álftanesvegi (til móts við Prýðahverfið sem er norðan vegarins) og er húsið í enda götunnar. Aðeins örfá hús eru í þessu hverfi og maður er laus við skarkala borgarinnar. Svolítið eins og sveit í borg. Engu að síður er stutt í alla þjónustu í miðbæjum Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Strætó-stoppistöð á Álftanesvegi nálægt innkeyrslunni.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða thorgeir@fstorg.is og/eða Hafliði lögg.fasteignasali í síma 846-4960 eða netfangið Haflidi@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.000 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 0,5 - 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.