Kjarrmóar 15, Garðabær

73.900.000 Kr.Raðhús
140 m2
6 herbergja
Sérinngangur
Herbergi 6
Stofur 2
Baðherbergi 2
Svefnherbergi 4
Ásett verð 73.900.000 Kr.
Fasteignamat 49.250.000 Kr.
Brunabótamat 40.900.000 Kr.
Byggingarár 1982

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og töluvert endurnýjað endaraðhús á frábærum stað í Garðabænum. Húsið er skráð 140 fm samkvæmt skra.is en að auki eru óskráðir fermetrar á milliloftinu yfir stofunni sem nýtist sem sjónvarpshol. Þar af leiðandi er fermetrafjöldi eignarinnar nær 160 fm. Í eiginni eru 4 góð svefnherbergi og tvö baðherbergi með baðaðstöðu. Innangengt er úr bílskúrnum inn í íbúðarrými hússins. Frábær staðsetning er á eigninni, stutt er bæði í Hofsstaðaskól og Flata- og Garðaskóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is
Nánari lýsing eignar:
Hægt er að keyra alveg upp að eigninni. Tvö góð hellulögð bílastæði eru fyrir framan eignina.
Jarðhæð:
Forstofa:  Komið er inn í rúmgóða forstofu með nýlegum flísum á gólfi og tvöföldum fataskáp. Innangengt er úr forstofunni inn í bílskúrinn.
Bílskúr: Bílskúrinn er skráður 21 fm. Sjálfvikur hurðaopnari eru á bílskúrshurðinni. Góðir gluggar. Í dag er skúrinn nýttur sem geymsla og þvottaherbergi. Góðar hillur eru á veggjum og góð vinnuaðstaða hjá þvottaaðstöðunni. Hitaveita og heitt og kalt neysluvatn.
Baðherbergi nr.1: Á hæðinni er baðherbergi. Hvít innrétting er undir vaski og við hlið spegils. Sturtuklefi er í rýminu. Opnanlegur gluggi. Ljósar flísar eru á veggjum og á gólfi.
Barnaherbergi  x 2: Tvö svefnherbergi eru á hæðinni. Bæði mjög rúmgóð með fallegu ljósu harðparketi á gólfi.
Efri hæð:
Gengið er upp á efri hæð eignarinnar um steyptan stiga með timburhandriði og sesal-teppi á þrepum.
Stofa + borðstofa: Setustofa og borðstofa eru saman í opnu rými með eldhúsinu. Fallegt ljóst harðparket er á gólfi. Útgengi er frá borðstofunni út á suðursvalir sem hægt er að ganga niður af niður á veröndina og í garðinn. Veröndin og svalirnar eru sérlega skjólgóðar.
Eldhús: Eldhúsið er nýlega endurnýjað. Eldhúsið var opnað yfir í stofuna sem gerði eldhúsið miklu rýmra og bjartara. Innréttingin er í L með stórri eyju. Mikið skápapláss er í eldhúsinu. Loftið er niðurtekið með innfelldri lýsingu. Framan á eyjunni er hægt að sitja við barborð.
Hjónaherbergi:  Hjónaherbergið er með fallegu harðparketi á gólfi og góðum fimmföldum fataskáp sem nær upp í loft.
Baðherbergi nr.2:  Baðherbergið á hæðinni er með opnanlegum glugga eins og það sem er á jarðhæðinni. Ljós innrétting er undir vaski og sitthvoru megin við spegil. Ljósar flísar eru á gólfi og baðkar er undir glugga.
Barnarherbergi: Barnaherbergi með fallegu harðparketi á gólfi.
Milliloft:
Tréstigi með fallegu viðarharndriði leiðir upp á milli loftið. Milli loftið er viðbót við skráða fermetratölu eignarinnar.
Sjónvarpshol: Milliloftið er nýtt í dag sem sjónvarpshol. Einnig er hægt að nýta það sem vinnuaðstöðu eða leikherbergi svo eitthvað sé nefni. Góðir gluggar með útsýni yfir á Esjuna til norðurs eru eftir endilöngu rýminu. Fallegt harðparket er á gólfi.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali í síma 694-4000 eða berglind@fstorg.is
 

Kort
Sölumaður

Berglind Hólm BirgisdóttirLöggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali
Netfang: berglind@fstorg.is
Sími: 694-4000
Senda fyrirspurn vegna

Kjarrmóar 15


CAPTCHA code