Fasteignasalan TORG S: 520-9595 kynnir: Glæsileg 2ja herbergja íbúð, merkt: 102 í Lágaleiti 3, sem skilast fullbúin sem skilast fullbúin með öllum innbyggðum tækjum í eldhúsi en án gólfefna. Íbúð er um 52,2fm að stærð á jarðhæð með svalir/verönd um 6,2fm að stærð, í góðu lyftuhúsi með kjallara. Íbúðin sjálf er skráð
44,2fm og skiptist í alrými með eldhúsi, einu svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og sér geymslu í sameign, skáð um 8fm, merkt 0010. Innréttingar í þessa íbúð verða R1- WHITE. Allar nánari upplýsingar, teikningar, og skilalýsingu er hægt að nálgast hjá söludeild Fasteignasölunni TORG, Hafliði fasteignasali í síma 846-4960, netfang haflidi@fstorg.is
Nánari lýsing: Nýjar íbúðir á rótgrónu miðborgarsvæði við Efstaleiti! Um er að ræða annan áfanga af þremur, alls 49 íbúð á A-reit. Efstaleiti 27 með 20 íbúðir og Lágaleiti 1-3 með 29 íbúðir!
Samantekt: Nýtt hverfi í borginni, sem ber nafnið EFSTALEITIÐ er skipt upp í A, B og C reiti sbr. deiliskipulag svæðisins. Á öðrum áfanga verður byggt á lóð á A reit alls um 160 íbúðir í fimm fjölbýlishúsum. Hafin er sala á Efstaleiti 27 með 20 íbúðir og Lágaleiti 1-3 með 29 íbúðir, sjá hér slóð inná heimasíðu verkefnisins:
Sjá söluvef Efstaleitið
Á lóðunum við Efstaleiti, Lágaleiti og Vörðuleiti er byggðinni skipt upp í tvo meginreiti. Þar mynda misháar íbúðabyggingar hring um skjólsæla garða, útivistar- og leiksvæði. Við hönnun íbúðahverfisins er unnið markvisst með stöllun húsa í hæð, formi og mótun lands svo úr verður ásýnd stakstæðra húsa með skemmtilegum þakgörðum og svölum. Reitirnir tveir samanstanda af 289 íbúðum sem eru allt frá stúdíóíbúðum í 4 herbergja íbúðir. Leitast er við að hafa íbúðir bjartar og nútímalegar með hagnýtu skipulagi. Við Efstaleitið verður einnig verslunar- og þjónustukjarni sem ætlað er að bæta þjónustu við íbúa og skapa notalegt andrúmsloft. Fallegur og skjólsæll garður prýðir miðju A reits. Garðurinn verður gróðursæll, með reiðhjólaskýlum, leiksvæði og hreyfistöð. Kaffihús verður staðsett á jarðhæð við Efstaleiti 25 með skemmtilegu útisvæði sem mun verða opið inn í garð. Áætluð afhending fyrstu íbúða er apríl/júní 2019.
Allar nánari upplýsingar, teikningar, og skilalýsingu er hægt að nálgast hjá söludeild Fasteignasölunni TORG, Hafliði fasteignasali í síma 846-4960, netfang haflidi@fstorg.is