Sturlureykir 1, Borgarbyggð

22.900.000 Kr.Sumarhús
54,4 m2
3 herbergja
Herbergi 3
Stofur
Baðherbergi
Svefnherbergi
Ásett verð 22.900.000 Kr.
Fasteignamat 15.950.000 Kr.
Brunabótamat 22.150.000 Kr.
Byggingarár 2003

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir : 

Frístundahús
 á 5.200 fm eignarlandi - Sturlureykir I, lóð 9 skammt frá Reykholti í Borgarfirði + 1/15 hlutur jarðarinnar Sturlureykir I.

Frístundahús:
Húsið er skráð 54,4 fm og til viðbótar er svefnloft með ágætri lofthæð með þakglugga og glugga á norðurhlið.
Eldhús, borðstofa og stofa eru í opnu rými með mikilli lofthæð.  2 svefnherbergi, bæði með lausum fataskápum.  Baðherbergi með sturtuklefa og hvítri innréttingu.  Húsið er flísalagt með hita í gólfum, nema svefnlofti þar sem er spónaparket. Í húsinu er NÝ HITAGRIND með varmaskipti fyrir gólfhitalagnir.  

Húsið er vandað heilsárshús og einangrun mjög góð.  Allt heitt vatn er nýtt úr hver í sameign jarðarinnar og til upphitunar.  Kjallari er undir hluta hússins. Stór og góður pallur þar sem er heitur pottur með skjólvegg í kring.  Mikill gróður sem gerir landið skjólsælt en húsið stendur þó hátt þannig að gott útsýni fæst yfir Reykholtsdalinn og að jökli. Gott útivistarsvæði er á sameiginlegu landi sem er einnig þó nokkuð berjaland.

Örstutt er í þjónustu í Reykholti og Kleppjárnsreykjum ásamt, golfvellinum í Nesi og nýju böðin og veitingastað KRAUMA við Deildartunguhver.  Hraunfossar, Húsafell og Langjökull er ekki langt undan.

Ásamt hluti í jörð:
1/15 hluti jarðarinnar Sturlureykir I ásamt íbúðarhúsi, skemmu, jarðhita, dæluhúsi og veiðiréttindum í Reykjadalsá.
Á svæðinu eru 15 sumarhúsalóðir og mynda eigendur þeirra sameignarfélag um sameignarhluta jarðarinnar.  Sameiginlegt íbúðarhús er á 2 hæðum, samtals 218,6 fm með 11 herbergjum.  Því hefur verið haldið vel við og er með rafmagn og heitt og kalt vatn.  Notkun hússins Stór og góð lóð kringum húsið.  Sameiginleg vatnsveita, jarðhiti og veiðiréttindi í Reykjadalsá ásamt skemmu og dæluhúsi.  
Hverjum sameignarhlut er heimilt að hafa 2 hesta í haga í sameiginlegu landi.

Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Jónsson löggiltur fasteignasali í síma : .780-2700 eða á helgi@fstorg.is
 

Kort
Sölumaður

Helgi Jóhannes JónssonLöggiltur fasteigna- og skipasali
Netfang: helgi@fstorg.is
Sími: 780-2700
Senda fyrirspurn vegna

Sturlureykir 1


CAPTCHA code