Hjallalaut 1, Reykjanesbær
85.000.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
229,7 m2
85.000.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2018
Brunabótamat
0
Fasteignamat
80.000.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir: Glæsilegt  einbýlishús með innbyggðum bílskúr á einni hæð að Hjallalaut 1 í nýju hverfi í Reykjanesbæ ( Hlíðarhverfi) 
Um er að ræða  fimm herbergja einbýlishús 229,7 fm. á einni hæð þar af  34,1 fm. bílskúr og geymsla.  Húsið  skiptist í hjónasvítu (fataherberig og baðherbergi) þrjú barnaherbergi,  tvö baðherbergi, gestasalerni, stofu,borðstofu, eldhús, þvottahús og bílskúr. Lóð verður fullfrágenginn samkvæmt leiðbeinandi teikningu landslagsarkitekts. Bílaplan verður með snjóbræðslulögn og hellulagt. 
Vandaðar og fallegar innréttingar. Fallegur frágangur.  Eignin skilast með gólfefnum.

Þarna er um að ræða blandaða byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa.

Stutt er í alla nauðsynlega þjónustu og öruggar göngu- og hjólaleiðir í skóla og íþróttaaðstöðu sem er í næsta nágrenni. 

Staðsetningin er hreint út sagt frábær. Samgöngur eru greiðar frá hverfinu hvort sem er innan Reykjanesbæjar eða upp á Reykjanesbraut. Stutt upp á Keflavíkurflugvöll og Ásbrú. Sjá inná https://vefir.onno.is/bygg/hlidarhverfi/#/hjallalaut-1

Allar nánari upplýsingar veitir Dórothea lögg.fasteignasali í gsm: 898-3326, dorothea@fstorg.is
og/eða Sigríður Rut lögg.fasteignasali í síma 699-4610 eða netfangið siggarut@fstorg.is

Skilalýsing: 
Hjallalaut 1 einbýlishús . Skilalýsing 04.04.2019
1. Frágangur innanhúss 1.1. Gólfefni Húsið er afhent með flísum. Parketflísar Ulivo Tortors frá Casalgrade Padana stærð 20x120cm. á öllum gólfum nema bílageymslu sem er lagt með epoxi
1.2. Veggir. Útveggir íbúðarinnar eru einangraðir, pússaðir og sandsparslaði. Léttir innveggir eru hlaðnir úr vikur- eða gjallplötum, grófpússaðir og sandsparslaðir eða hefðbundnir gipsplötuveggir sparslaðir. Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af plastmálningu, gljástig 7 eða sambærilegt. 1.3. Loft: Steypt loft eru slípuð, og slétt sandspörtluð. Loft eru grunnuð og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu, gljástig 2 eða sambærilegt. Loft og veggir á baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu þar sem við á.
1.4. Gler: Tvöfalt hefðbundið K-gler, verksmiðjugler er í öllum gluggum. Ábyrgð framleiðanda er samkvæmt skilmálum glerframleiðanda.
1.5. Hurðir: Inngangshurð inn í íbúðina verður timburhurð með gleri. Innihurðir eru vandaðar úr Gladstone eik (dökklitað efni) með gereftum og felliþröskuldi.“
1.6. Fataskápar: Fataskápar (fataherbergi þar sem við á) eru í svefnherbergjum og forstofu. Fataskápar eru frá GKS hvítir og höldulausir með fræstu gripi
1.7. Eldhús: Eldhúsinnrétting verður frá GKS Neðri skápar eru lakkaðir með fræstu gripi en efri skápar úr lamineruðu efni úr Gladstone eik. Borðplötur eru hvítar úr Meganite akrílsteinefni frá GKS. Vaskur verður niðurfelldur í borðplötu. Einnig mun fylgja sléttfellt helluborð, ofn með blæstri, örbylgjuofn og uppþvottavél ásamt gufugleypi.
1.8. Baðherbergi: Á baðherbergi er gólf flísalagt og verða veggir flísalagðir upp í loft. Innrétting frá GKS.. Neðri skápar eru lakkaðir með fræstu gripi en efri skápar úr lamineruðu efni úr Gladstone eikverða. Borðplötur eru hvítar úr Meganite akrílsteinefni frá GKS ýmist speglaskápar eða speglar eftir því sem við á. Handlaug eða handlaugarskál ásamt hitastýrðu blöndunartæki verður í innréttingu eftir því sem við á frá Tengi. Handklæðaofn, upphengt og innbyggt salerni með hæglokandi setu ásamt flísalögðum sturtubotni með sturtuhlið úr gleri. blöndunartæki í sturtu frá Tengi.
1.9. Þvottahús Í þvottahúsi er gólf flísalagt og innréttingar frá GKS með ræstivask og blöndunartæki í borði.. Niðurfall er í gólfi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara, gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara.
1.10. Hitakerfi: Íbúðirnar eru með gólfhitakerfi samkvæmt teikningu.
1.11. Loftræsi-, vatns- og þrifalagnir Loftræsi-, vatns, - og þrifalagnir: fylgja frágengnar skv. teikningum. Forhitari er á heitu neysluvatni.
1.11. Rafmagns- og sjónvarpslagnir: Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í íbúð. Loftnetstengill verður í alrými ásamt tölvutengli. Tölvutenglar verða í herbergjum. Ljósleiðari verður í húsinu.
2. Frágangur utanhúss
2.1. Veggir: Útveggir eru múrfiltaðir og málaðir
2.2. Steypt þak: Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum. Ofaná steypa plötu kemur tvöfalt lag af eldsoðnum tjörupappa. Einangrun er 200 mm rakaþolin þrýstieinangrun. Ofaná einangrun kemur vatnsvarnardúkur með öndun, einangrun er fergt með sjávarmöl/völusteinum. Niðurföll eru tengd regnvatnslögnum.
2.3. Gluggar: Gluggar eru álklæddir timburgluggar frá Gluggasmiðjunni. Opnanleg gluggafög fylgja frágengin, svo og allar úti- , renni- og svalahurðir að fullu frágengnar með þéttiköntum.
Lóð verður fullfrágenginn samkvæmt leiðbeinandi teikningu landslagsarkitekts.
 Bílaplan verður með snjóbræðslulögn og hellulagt.
 HönnuðirArkitektar: KRArk Hlíðarsmára 19 201 Kópavogur
Verkfræðihönnun: New Nordic Engineering ehf Hlíðarsmára 19 201 Kópavogur
 Raflagnahönnun: Umsjá, verkfræðistofa Strandgata 11 220 Hafnarfjörður
 Lóðahönnun: Inga Rut Gylfadóttir, Landslag ehf.

Byggingaraðili 
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf., www.bygg.is

Afhendingartími
Áætlað er að hús við Hjallalaut afhendist 2019.


 
Senda fyrirspurn vegna

Hjallalaut 1

CAPTCHA code


Sigríður Rut Stanleysdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali