Sjónarvegur 16, Garðabær
67.500.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
123 m2
67.500.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


***OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 27.MAÍ KL.17.30-18.00 SJÓNARVEGUR 16 VERIÐ VELKOMIN***Fasteignasalan TORG kynnir: Nýjar og glæsilegar sér hæðir til sölu á frábærum útsýnisstað í Urriðaholti, Garðabæ. Um er að ræða 5 hús með efri og neðri sérhæðum á Sjónarvegi 16-24 efst í Urriðaholti. Sér inngangur, vandað efnisval s.s. Brúnás innréttingar, baðkar og sturta í öllum íbúðum, þrjú svefnherbergi og mikið útsýni. Næg bílastæði við húsið og rúmgóðar svalir fylgja efri hæðum og sér afnotareitir á neðri hæðum. Mjög stutt í leikskóla og skóla sem og út í fallega náttúru. Afhending er við kaupsamning. Byggingaraðili er INGVAR & KRISTJÁN ehf. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Til að komast að Sjónarvegi 16-24 er keyrt upp vinstra megin við Náttúrufræðihúsið, upp Urriðarholtstræti og svo til hægri á Brekkugötu þar er svo farið til vinstri upp Sjónarveg.

Nánari lýsing á Sjónarvegi 16: íbúð 101: Um er að ræða 4ra herbergja sérhæð með sér inngangi á jarðhæð og suð-vestur verönd. Alls er eignin 123fm og skiptist íbúðin í Forstofu, þvottaherbergi, geymslu innan íbúðar, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, og aðalrými með eldhúsi, borðstofu og stofu með útgengi út á ca 15,5 fm suð-vestur verönd. Íbúðinni verður skilað fullbúinni án gólfefna, þó með flísalögðu baðherbergi, þvottaherbergi og forstofu.Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is

Sjá nánar hér hluta af skilalýsingu, frágangur íbúða, séreignir:   Íbúðirnar eru seldar tilbúnar en án gólfefna (þó verða gólf í baðherbergjum og  þvottahúsum flísalögð) .

Veggir: Steyptir veggir. Sandspartlaðir og málaðir með plastmálningu. Léttir innveggir. 
Loft:Loft verða sandspörtluð  og máluð með plastmálningu.
Innihurðir: Þær eru sléttar, sprautu lakkaðar hvítar, með yfirföldum hvítum körmum. Allar innihurðir eru án þröskuldar, til að tryggð sé eðlileg loftræsting í herbergjum.
Innréttingar: Framleiðandi Brúnás ehf.
Hitalagnir. 
Húsið er upphitað með miðstöðvarofnum á hefðbundin hátt, þ.e. með hitastýrðum ofnlokum.
Baðherbergi: Salerni, handlaug með einnar handar blöndunartækjum, flísalögð  afmörkuð sturta, hitastýrð blöndunartæki, sturtuhaus og handbrúsa á sturtu stöng. Öll postulínstæki verða hvít að lit
Eldhús: Eldhúsvaskur. Einnar handa blöndunartæki fyrir eldhúsvask. Tengimöguleiki fyrir uppþvottavél. Tæki í eldhúsi eru af AEG gerð, frá Ormsson hf.
AEG VEGGOFN BEB352010-M , AEG KERAMIK HELLUBORÐ, AIRFORCE EYJUHÁFUR F164.
Þvottahús. Skolvaskur. Blöndunartæki fyrir skolvask. Rafmagnstengingar fyrir þvottavél og þurrkara í þvottahúsi.

Sjá nánar skilalýsingu seljanda. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila,
en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.

Senda fyrirspurn vegna

Sjónarvegur 16

CAPTCHA code


Hafdís Rafnsdóttir
Sölustjóri, Löggiltur fasteigna- og skipasali og eigandi