Boðaþing 2, Kópavogur
69.500.000 Kr.
Fjölbýlishús
4 herb.
144,2 m2
69.500.000
Stofur
1
Herbergi
4
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2007
Brunabótamat
53.660.000
Fasteignamat
55.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir: **Tvö stæði í upphitaðri bílageymslu fylgja íbúðinni** Penthouse ** Stórkoslegt útsýni**
**Hringdu núna og bókaðu skoðun**
Glæsileg lúxus íbúð  á 5.hæð (efstu hæð) með stórglæsilegu útsýni yfir Elliðavatnið, Heiðmörkina og Esjuna svo eitthvað sé nefnt. Íbúðinni fylgja tvö stæði í lokaðri bílageymslu. Út frá stofunni eru stórar suðursvalir með miklu útsýni. Í eigninni eru tvö svefnherbergi og stórt alrými sem rúmar stofu, borðstofu og eldhús, Baðherbergi er með sturtu, baðkari og opnanlegum glugga. Sér þvottahergi er innan íbúðar. Í eigninni er um 3 M lofthæð. Í húsinu er varmaskiptir. 

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm  lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is
Nánari lýsing eignar:
Íbúðin er á efstu hæð á enda í 5.hæða fjölbýishúsi.
Forstofa: Komið er inn í forstofu með fallegum dökkum flísum á gólfi og þreföldum eikar fataskáp. Falleg eikarhurð með glugga skilur á milli forstofu og íbúðarrýmis.
Þvottaherbergi: Innaf forstofunni er rúmgott þvottaherbergi með fallegum dökkum flísum á gólfi, vinnuborði og opnanlegum glugga.
Stofa: Stofan er mjög rúmgóð  með eikarharðparketi á gólfi. Stórglæsilegt útsýni er frá stofunni yfir á Elliðavatnið og upp í Heiðmörikina. Frá stofunni er gengið út á stórar suður þaksvalir. Opið er frá stofunni yfir í borðstofuna og eldhúsið.
Borðstofa:  Borðstofan er einnig með eikarharðparketi á gólfi. Borðstofan er fyrir framan eldhúsið og til hliðar við setustofuna. Stór gluggi vísar út í áttina að svölunum.
Eldhús: Eldhúsið er með góðu skápaplássi. Innrétting úr hvíttaðri eik er á einn vegg með efri og neðri skápum + stór eyja sem skilur á milli eldhúss og borðstofu. Svartar fallegar flísar eru á vegg milli skápa. Ofn og örbylgja eru innfelld í innréttinguna og eru í vinnuhæð. Dökkar fallegar flísar eru á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er rúmgott bæði með baðkari og sturtuklefa. Mjög góð innrétting úr hvíttaðri eik er undir vaski og við hlið spegils. Stór spegill er á vegg fyrir ofan vask. Dökkar flísar eru á gólfi og upp á einn vegg og á öðrum veggjum eru hvítar flísar. Opnanlegur gluggi er í rýminu.
2 x herbergi: Svefnherbergin eru tvö bæði með eikarharðparketi á gólfi. Tvöfaldur fataskápur er í barnaherberginu og sexfaldur skápur + skúffur eru í hjónaherberginu. Út úr herbergjunum er fallegt útsýni yfir á Esjuna.
Geymsla: Mjög stór og góð geymsla fylgir íbúðinni, 16,3 fm.
2 x stæði í bílageymslu: Tvö sérmerkt einkabílastæði fylgja eigninni í lokaðri bílageymslu.
 
Þeir sem kjósa sér geta keypt sér þjónustu, mat og aðgang að sundlaug hjá DAS sem er í næsta húsi við.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm  lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is
Senda fyrirspurn vegna

Boðaþing 2

CAPTCHA code


Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali