Strikið 1, Garðabær
73.800.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
123 m2
73.800.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
2018
Brunabótamat
55.350.000
Fasteignamat
56.750.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

***OPIÐ HÚS AÐ STRIKINU 1A,B,C LAUGARDAGINN 15.FEB. KL. 13.00-14.00.  VERIÐ INNILEGA VELKOMIN***
Fasteignasalan TORG kynnir 2-3ja herbergja íbúðir fyrir 60 ára og eldri: Glæsileg og rúmgóð,  3ja herbergja íbúð með vesturverönd,  merkt 105 í nýju  fallegu lyftuhúsi að Strikinu 1B,  íbúðinni fylgir stæði í  lokaðri bílageymslu merkt B13. Eignin er skráð 123,6 fm  með 6,6 fm. geymslu í sameign. Um er ræða 2-3ja herbergja íbúðir, lyftuhús með 42 íbúðum í Striki 1a, b og c, fyrir 60 ára og eldri. Stæði í upphitaðaðri bílageymslu fylgir öllum íbúðum. 
 Íbúðirnar skilast með flísum á baðherbergjum og þvottahúsum frá Birgisson að öðru leyti skilast íbúðirnar án gólfefna. Allar innréttingar frá AXIS, eldhúsborðplötur  úr Virgo steini. í eldhúsi, AEG eldhústæki, hreinlætistæki frá Tengi og innihurðar frá Parka. Þjónustusel er á jarðhæð í Jónshúsi, Strikinu  nr 6, með margvíslegri þjónustu fyrir eldri borgara. Hjúkrunarheimilið Ísafold er að Strikinu 3 með ýmsa þjónustu. 

Reykskynjarar í íbúðum og sameign verða vaktaðir af stjórnstöð öryggisfyrirtækis. Hægt er að sækja um öryggishnapp sé þess þörf sem eru niðurgreiddir af Sjúkratryggingum Íslands með tilvísun læknis og því vaktaðir af öryggisfyrirtæki.

Hægt að skoða betur inná https://vefir.onno.is/bygg/strikid-1/torg/
Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar við kaupsamning.
Allar nánari upplýingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Strikið 1 ABC, SKILALÝSING 28.12.2018
  1. Frágangur innanhússGólfefni
Íbúðin sjálf verður afhent án gólfefna, nema á baðherbergi og þvottahúsi verða flísar. Flísar koma frá Birgisson ehf.
 
  1. Veggir
Útveggir íbúðarinnar eru sandsparslaðir. Léttir innveggir eru hlaðnir úr vikur- eða gjallplötum, grófpússaðir og sandsparslaðir eða hefðbundnir gipsplötuveggir sparslaðir. Veggir eru grunnaðir og málaðir með tveimur yfirferðum af akrýlmálningu, gljástig 5 eða sambærilegt.
 
  1. Loft
Steypt loft eru slípuð, og slétt sandspörtluð. Grunnuð og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu, gljástig 2 eða sambærilegt. Loft og veggir á baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu þar sem við á.
Gler. Tvöfalt hefðbundið K-gler, verksmiðjugler er í öllum gluggum. Ábyrgð framleiðanda er samkvæmt skilmálum gler innflytjanda (Gluggasmiðjan).Sólbekkir Sólbekkir frá Fanntófell eru úr harðplasti með ABS-laser kanti þar sem við á.
Hurðir Yfirfelld hurð EICS-30 inn í íbúðina og yfirfelldar innihurðir spónlagðar úr eik fylgja fullfrágengnar. Rennihurðar verða spónlagðar með eik þar sem við á. Hurðirnar eru frá Parka og framleiddar í Þýskalandi og Austurríki.
Fataskápar Fataskápar (fataherbergi þar sem við á) eru í svefnherbergjum og forstofu. Innréttingar eru frá Axis ehf. og eru að innan úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum, en sýnilegar hliðar og hurðir spónlagðar með eik.

Eldhús Eldhúsinnrétting eru frá Axis og er að innan úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum, en sýnilegar hliðar og hurðir verða spónlagðar með eik og lakkaðar þar sem við á. Borðplötur verða úr Virgo steini. Vaskur og blöndunartæki verða í innréttingu frá Tengi. Vaskur verður undirlímdur í borðplötu. Einnig mun fylgja sléttfellt spanhelluborð, ofn með blæstri, örbylgjuofn, hljóðlát alklæðandleg uppþvottavél ásamt ljósagufugleypi frá Bræðrunum Ormsson.

Baðherbergi Á baðherbergi er gólf flísalagt og verða veggir flísalagðir upp í loft. Innrétting frá Axis eru að innan úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum, en sýnilegar hliðar og hurðir lakkaðar hvítar. Á baðherbergi verða speglaskápar með lýsingu. Borðplata úr gegnheilu harðplasti. Höldur í innréttingu verða kantaðar. Handlaug er í innréttingu, handklæðaofn, upphengt og innbyggt salerni með hæglokandi setu ásamt flísalögðum sturtubotni með sturtuhlið úr gleri verður á baðherbergi. Innbyggt blöndunartæki frá Tengi er í sturtu. Hitastýrt blöndunartæki frá Tengi er við handlaug.
Þvottahús Í þvottahúsi er gólf flísalagt og innréttingar frá Axis úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum með ræstivask og blöndunartæki á vegg eða borði. Niðurfall er í gólfi og tengingar fyrir þvottavél og þurrkara. Gert er ráð fyrir barkalausum þurrkara.

Sérgeymsla Steypt loft, veggir og gólf í sérgeymslum eru hreinsuð og máluð. Skilveggir á milli geymslna eru með timburgrind og málaðri plötuklæðningu. Sérgeymslur eru án innréttinga með hvítmálaðri yfirfelldri hurð þar sem við á. Rafmagnstengill er í sérgeymslu.

Timburverandir og skjólgirðingar Timburverandir og skjólgirðingar úr lerki fylgja íbúðum á jarðhæð þar sem við á. Lerkið skal vera ómeðhöndlað samkvæmt arkitekt.

Hitakerfi Íbúðirnar eru upphitaðar með gólfhita en sameign með ofnakerfi skv. teikningum. Gólfhita- sem og ofnakerfi í sameign fylgir frágengið og verða hitastýrðir lokar á því.
Loftræsi-, vatns- og þrifalagnir Loftræsi-, vatns, - og þrifalagnir fylgja frágengnar skv. teikningum. Forhitari er á heitu neysluvatni.
 
  1. Rafmagns- og sjónvarpslagnir
Rafmagns- og sjónvarpslögn fylgir frágengin með einum mynddyrasíma í íbúð. Loftnetstengill er íalrými ásamt tölvutengli. Tölvutenglar verða í herbergjum. Ljósleiðari verður í húsinu. Dimmar verða á innfelldum ljósum.

 

Senda fyrirspurn vegna

Strikið 1

CAPTCHA code


Sigríður Rut Stanleysdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali