Fauskás 1, Borgarbyggð
33.900.000 Kr.
Sumarhús
5 herb.
120 m2
33.900.000
Stofur
1
Herbergi
5
Baðherbergi
Svefnherbergi
4
Byggingaár
2008
Brunabótamat
45.150.000
Fasteignamat
25.650.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: ***HRINGIÐ OG BÓKIÐ SKOÐUN. SÝNI ÞEGAR YKKUR HENTAR*** Fallegt og vel skipulagt 120 fm. nýmálað og vel við haldið sumarhús með 4 svefnherbergjum á 4.229 fm. eignarlóð við sumarbústaðalandið í Fossatúni – með útsýni yfir Blundsvatn, Borgfirska fjallahringinn og Tröllafossar nánast í bakgarðinum. Skemmtilegar gönguleiðir allt um kring  – og aðeins í um klukkutíma aksturleið frá höfuðborginni. Baðherbergi með sturtu auk gestasnyrtingar. Opin stofa/borðstofa/eldhús. Sólpallur á tveim hliðum hússins. Hitaveita. Húsið hefur verið í útleigu til ferðmanna (fær 8,8 í einkunn á www.booking.com) og verið mjög vel sótt enda stutt að sækja þjónustu í Fossatún þar sem m.a. er veitingarekstur og afþreyingaraðstaða.  Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín Tómasdóttir, fasteignasali, í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Nánari lýsing:
Húsið stendur ofarlega í byggðinni með fallegu útsýni yfir sveitina í kring og einstakan fjallahring, þ.á m. Baulu, Skarðsheiði og Snæfellsjökul í vestrinu. Húsið er timburhús klætt að innan með furu á öllum veggjum og í lofti nema milliveggjum svefnherbergja. Hurðir og innréttingar úr furu einnig. Flísar er á gólfum salerna, eldhúss, stofu og forstofu og einu svefnherbergi, en plastparket á þrem svefnherbergjum.
Forstofa: Flísar á gólfi, veggir viðarklæddir. Með lausum fataskáp.
Eldhús/stofa/borðstofa: Eitt opið rými. Eldhús með eldri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél. Gott pláss fyrir borðstofuborð. Útgengt út á suður-pall. Flísar á gólfi. Stofan er ágætlega rúmgóð með kamínu. Flísalagt gólf og veggur undir og bak við kamínuna.
Svefnherbergi: 4 svefnherbergi eru í húsinu og vaskur í þremur þeirra. Þau eru viðarklædd að hluta með plastparketi á gólfum.
Baðherbergi:  Fura og flísar á veggjum og gólfi. Sturtuklefi, vaskur og salerni.
Gestasnyrting með salerni og vaski.
Fallegt hús á fallegum stað í Fossatúni með fallegu útsýni yfir sveitirnar í kring og náttúruperluna Tröllafoss nánast í bakgarðinum.  Allar nánari upplýsingar veitir Jóhanna Kristín fasteignasali, í síma 837.8889 eða hjá johanna@fstorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald kr.  2.000.- kr. af hverju skjali.  
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.  
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Senda fyrirspurn vegna

Fauskás 1

CAPTCHA code


Jóhanna Kristín Tómasdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali