Baugatangi 8, Reykjavík
Tilboð
Einbýlishús
7 herb.
320,9 m2
Tilboð
Stofur
Herbergi
7
Baðherbergi
3
Svefnherbergi
Byggingaár
1985
Brunabótamat
100.650.000
Fasteignamat
136.500.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir: **BÓKIÐ SKOÐUN Í GSM. 699-4610****Stórglæsilegt 320,9 fm einbýli með tvöföldum innbyggðum bílskúr. Vandaður frágangur innanhús, þrjú baðherbergi og eldhús var endurnýjað og uppgert á árunum 2015-2017, um innanhúshönnun sá Berglind Berndsen. Innréttingarnar eru sérsmíðar af HEGG, svartsprautulökkuð eikarinnréttingar í eldhúsi og baðherbergjum. Þvottahúsið var uppgert árið 2018 með hvítsprautaðri innréttingu, ný gólfefni  og endurnýjað gólfefni í forstofu. Hiti í gólfum í eldhúsi,baðherbergjum og þvottahúis.  Skjólveggir eru nýlega  endurnýjaður. Glæsileg aðkoma er að húsinu, lóð fallega hönnuð, bílaplan og stétt framan við hús með hitalögn í.  Eignin hefur fengið gott viðhald. Eignin er með þremur svefnherbergjum með möguleika að bæta við fleiri svefnherbergjum, þremur uppgerðum baðherbergjum, eldhúsi, tveimur stofum, sjónvarpsherbergi, hobbýherbergi, líkamsræktarherbergi með gufu og sturtuaðstöðu, þvottahúsi og tveimur geymslum. Einstök eign á friðsælum stað, húsið stendur á eignarlóð í Skerjafirði við rúmgóðan botnlanga.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Nánari lýsing.

Glæsileg aðkoma er að húsinu, lóð fallega hönnuð, bílaplan og stétt framan við hús með hitalögn í. Tvær verandir eru við húsið, önnur er hellulögð út frá eldhúsi ásamt nýlegri timburverönd út frá stofu. Gólfefni í eigninni eru marmari, parket og flísar frá Birgisson. Forstofa: Flísalagt gólf með gráleitum flísum frá birgisson. Fataskápur er í forstofu og millihurð með gleri.
Hol: Frá holi eru falleg stigaþrep með marmara niður í stofu og borðstofu sem og upp í svefnherbergisálmu. Marmari er ofan á hálfum vegg sem aðskilur hol og
stofurými.
Gestabað: Flísalagt í hólf og gólf með fallegum gráleitum flísum frá Birgison. Upphengt salerni, vaskur og blöndunartæki frá Ísleifi Jónssyni. Stór spegill fyrir ofan vask með góðri baklýsingu.
Eldhús: Einstaklega glæsileg sérsmíðuð svartsprautuð eikarinnréttingar með dökkum marmari með leðuráferð frá S.Helgasyni á borðum. Góð eldunareyja sem hægt er að sitja við. Vönduðu stáltæki eru í eldhúsi frá Siemens og innbyggðri uppþvottavél. Góður búrskápur spónlagður að innan og marmari á borðum. 
Borðstofa: Gengið er úr eldhúsi niður í rúmgóða og bjarta borðstofu. Einstaklega há lofthæð er í borðstofu og stofu. 
Stofa: Létt skilrúm sem nær ekki upp í loft skilur að borðstofu og stofu. Stofa rúmgóð með einstaklega fallegum arni með marmara. Fallegir gluggar og há lofthæð njóta sín vel í rýminu.
Sjónvarpsrými: Frá stofu er gengið niður þrep í sjónvarpsrými, dökkgráar náttúruflísar á gólfi.
Tómstundaherbergi: Frá sjónvarpsrými er gengið niður þrep í tómstundaherbergi sem er í fallegum spænskum stíl. Dökkgráar náttúruflísar á gólfi.
Geymsla: Er innaf tómstundaherbergi, rúmgott og með góðri innréttingu. Gluggi er í rýminu og gólf málað.
Æfingaherbergi: Er innaf sjónvarpsrými með saunaklefa og sturtuaðstöðu. Linoleum dúkur á gólfi og flísar við sturtu.
Svefnherbergisálma: Með þremur svefnherbergjum, 2 baðherbergjum og þvottahúsi. Parket á gólfi.
Baðherbergi 1: Nýlega uppgert baðherbergi með einstaklega rúmgóðri sturtuaðstöðu með hertu gleri. Flísalagt í hólf og gólf með gráum flísum frá Birgison. Upphengt salerni og handklæðaofn frá Ísleifi Jónssyni. Sérsmíðuð falleg dökk viðarinnrétting frá Heggi. Blöndunartæki frá Vola og Ideal standard. Svartur steinn á borð. Stór spegill með sérhannaðri lýsingu. 
Barnaherbergin eru tvö: Rúmgóð barnaherbergi með einföldum fataskáp, parket á gólfi.
Hjónaherbergissvíta: Rúmgott hjónaherbergi með vel innréttuðu fataherbergi innaf. Innaf fataherbergi er baðherbergi 2: Nýlega tekið í gegn, flísalagt í hólf og gólf með gráum flísum frá Birgison. Upphengt salerni og handklæðaofn frá Ísleifi Jónssyni. Rúmgóð sturtuaðstaða með hertu gleri. Sérsmíðuð falleg dökk viðarinnrétting frá Heggi með svörtum steini. Blöndunartæki frá Vola og Ideal standard. Stór spegill með sérhannaðri lýsingu.
Þvottahús: Með nýuppgerðri hvítsprautaðri innréttingu með vaski, tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Flísar á gólfi frá Birgisson. Útgengi út frá þvottahúsi út í garð.
Bílskúr: Innangengt er í 37,8 fm bílskúr frá sjónvarpsrými. Bílskúr mjög snyrtilegur með nýmáluðu gólfi. Innaf bílskúr er 7,0 fm geymsla. Tvöföld bílskúrshurð með sjálfvirkum hurðaopnara.
Eigin er með fallegum og vel hirtum garði. Hér er um að ræða eign í sérflokki sem vert er að skoða!
 Nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan TORG  bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar 
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 
 
Senda fyrirspurn vegna

Baugatangi 8

CAPTCHA code


Sigríður Rut Stanleysdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali