Grundarland 16, Reykjavík
125.000.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
196,9 m2
125.000.000
Stofur
2
Herbergi
5
Baðherbergi
2
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1972
Brunabótamat
57.940.000
Fasteignamat
115.900.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir:  Glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús á einni hæð á virkilega fallegri, gróinni og vel hirtri lóð á einstökum stað neðarlega í Fossvogi. Húsið er skráð samkvæmt F.M.R.  165,7 fm og 31,2 fm bílskúr og að auki er upphituð sólstofa viðbygging 21 fm. Húsið er því samtals tæplega 218 fm.  Eignin skiptist í anddyri,hol, eldhús, borðstofu,stofu, sólskála, gestasalerni, baðherbergi, hjónaherbergi, svefnherbergi/sjónvarsherbergi, skrifstofuherbergi, þvottahús og bílskúr.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á undanförnum árum. Eldhúsið endurnýjað, ný innrétting, vaskur og eldavél. Ennfremur ný ljós, nýir gluggar settir í og opnað út á suðurverönd með nýrri glerhurð. Auk þess settur hiti í gólf og flísar. Baðherbergi var stækkað um helming og ný innrétting og tæki sem og sturta. Auk þess settur hiti í gólf og flísar. Hiti settur í gólf í sólstofu og flísar. Gestasalerni endurnýjað og flísalagt. Nýjar flísar settar á anddyri. Nýtt parket sett á hjónaherbergi og barnaherbergi sem og nýir fataskápar í bæði herbergi. Auk þess var settur nýr pallur við vestanvert húsið með tveimur upphækkuðum gróðurkössum. Hiti er í gangstétt.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða
siggarut@fstorg.is
 

Lýsing eignar: 
Forstofa: Fallegar flísar á gólfi og fatahengi
Gestasalerni: Flísalagt gólf og veggir, vegghengt salerni.
Hol: parketlagt. 
Rúmgóð stofa: parketlögð og björt, gengið er niður eitt þrep í sólstofu. Granít er í gluggakistu. 
Sólstofa:  Er björt ca. 21 fermetri, flísalögð og hiti í gólfi með fallegri kamínu. Útgengi er frá sólstofu á stóra og skjólsæla viðarverönd til suðurs og þaðan á lóð. 
Vinnuaðstaða/svefnherbergi: Er innaf stofu, parketlagt og mögulegt að breyta henni í herbergi ef vill. Sýnt sem svefnherbergi á teikningu
Eldhús: Flísar á gólfi og gólfhiti, mjög falleg hvít innrétting með miklu skúffu- og skápaplássi.  Innbyggð uppþvottavél. Stór eyja með spansuðu helluborði og stál eyjuháf yfir og viðarborði til að sitja við. Útgengi frá eldhúsi út á suðurverönd.
Gangur: parketlagður. 
Þvottaherbergi: Flísar á gólfi og hluta á veggjum þar sem sturtuaðstaða er.
Svefngangur: parketlagður. 
Barnaherbergi : Mjög rúmgott, parketlagt. Stór fataskápur með rennihurð. Útgengi út á viðarverönd.
Baðherbergi: Stórt með tveimur gluggum. Flísar á gólfi og gólfhiti. Falleg innrétting með góðu geymsluplássi. Nuddpottur og flísalögð stór sturta með glerskilrúmi.
Hjónaherbergi: Er rúmgott, parketlagt og með fataskápum á heilum vegg. Úr hjónaherbergi er útgengi á viðarverönd til vesturs. 
Bílskúr: með rafmagni, hita og rennandi köldu vatni. Fjarstýrð hurðaropnun. Hillur á tveimur veggjum.
Viðarverönd. Mjög stór nýlegur sólpallur með tveimur upphækkuðum gróðurkössum er við vesturhlið hússins, við enda hans er ca. 10 fm. gróðurhús. Eldri pallur er við suður- og austurhlið. Auk þess er upphituð gangstétt við inngang hússins.
 Falleg eign á einni hæð með glæsilegri og skjólgóðri lóð þar sem stutt er í náttúruperluna Fossvogsdalinn.  
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila,
en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu, samkvæmt gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og
ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
 
Senda fyrirspurn vegna

Grundarland 16

CAPTCHA code


Sigríður Rut Stanleysdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali