Úthlíð 11, Reykjavík
74.900.000 Kr.
Sérhæð
5 herb.
131 m2
74.900.000
Stofur
2
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1951
Brunabótamat
39.800.000
Fasteignamat
61.400.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir : 
Gullfalleg 131fm 5 herbergja efri sérhæð í fallegu húsi á þessum sívinsæla stað. Eignin skiptist í : Hol, eldhús, tvær stofur, þrjú herbergi, baðherbergi, geymslu og sam. þvottahús. Tvennar svalir. Húsið mun skilast ný steinað að utan og allir gluggar og gler endurnýjaðir ásamt svalahurðum. Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Jónsson í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is

NÁNARI LÝSING

Komið er inn um sameiginlegan inngang í fallegt stigahús sem deilist með risíbúðinni. Innbyggður skápur við inngang íbúðar. Komið er inn í hol með góðu skápaplássi, parket á gólfi. Falleg og rúmgóð stofa og borðstofa með parketi á gólfi, útgengt út á rúmgóðar suð/vestur svalir. Innaf stofu er herbergi með parketi á gólfi. Mjög rúmgott eldhús með endurnýjaðri innréttingu, uppþvottavél fylgir, rúmgóður borðkrókur, korkflísar á gólfi. Hjónaherbergi með innbyggðum skápum, parket á gólfi, útgengt út á suð/austur svalir. Herbergi með parketi á gólfi. Baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, innrétting við vask, handklæðaofn, flísar á gólfi og veggjum. Í kjallara er sér geymsla ásamt sameiginlegri geymslu og þvottahúsi. Sameign hússins er mjög snyrtileg. Í bakgarði er sameiginlegur geymsluskúr.  
Búið er að endurnýja, dren, klóak, raflagnir, rafmagnstöflur. Verið er að fara í framkvæmdir við húsið á næstunni. Mun það verða steinað að utan, þakkantur yfirfarinn og skipt um alla glugga og gler í hæðinni ásamt svalhurðum. Munu þessar framkvæmdir greiðast af seljanda.

Allar frekari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á helgi@fstorg.is

 
Senda fyrirspurn vegna

Úthlíð 11

CAPTCHA code


Helgi Jóhannes Jónsson
Löggiltur fasteigna- og skipasali