Funafold 41, Reykjavík
75.900.000 Kr.
Einbýlishús
5 herb.
190,4 m2
75.900.000
Stofur
Herbergi
5
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
3
Byggingaár
1984
Brunabótamat
60.450.000
Fasteignamat
69.500.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


***BÓKIÐ SKOÐUN Í GSM. 699-4610****
Fasteignasalan TORG kynnir: Fallegt og  vel skipulagt einbýli á einni hæð sem er mjög vel staðsett í Foldahverfinu. Húsið er skráð samtals 190,4 fm og þar af er bílskúrinn skráður 44,6 fm. Húsið  skiptist í forstofu, 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi, borðstofu og stofu, sólstofu og þvottahús. Stór innkeyrsla er að húsinu. Falleg lóð með  góðri afgirtri  timburverönd.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Nánari lýsing:
Forstofa með fataskápum og náttúruflísum  á gólfi.
Eldhús: Með fallegri innréttingu  búið er að endurnýja fronta og borðplötur. Stein á  borðum og parket á gólfi, eldhús tengist stofu. . Flísar á milli efri og neðri skápar.Uppþvottavél fylgir með. Borðkrókur við glugga.
Stofa og borðstofa: Eru bjartar með parketi á gólfi og sólstofu innaf stofu með útgengi á stóra verönd, náttúruflísar á gólfi í sólstofu.  
Hjónaherbergi :með stórum fataskápum og fataherbergi innaf.  Spónaparket á gólfi.
Barnaherbergi 1. með parket á gólfi.
Barnaherbergi 2. Er rúmgott með spónaparket á gólfi
Baðherbergi er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf ljósum flísum, beiki innrétting með miklu skápaplássi, sturtuklefi og baðkar. Opnanlegur gluggi.
Þvottahús er innaf eldhúsi með flísum á gólfi og vel innréttað, útgengi á baklóð. Lagnakjallari undir.
Bílskúr er tvöfaldur skráður  samtals 44,6 fm.  með geymslulofti og rafknúnum opnara. Borð með vaski og 2 skápar. Rafmagn, heitt og kalt vatn

Aðkoman er snyrtileg og stórt bílaplan liggur upp að bílskúrnum sem rúmar nokkra bíla. Bílaplanið er hellulagt og upphitað með snjóbræðslu að hluta fremst við bílskúrinn. Fallegur garðurinn í kringum húsið er þökulagður með fallegum gróðri. Hluti af garðinum sem snýr í suð-vestur er með viðarverönd  með skjólveggjum. Stutt er í skóla, leikskóla og helstu þjónustu.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða siggarut@fstorg.is

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða  1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.500,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt um 1,0% af höfuðstól skuldabréfs.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 65.000,- með vsk.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og
ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
 
Senda fyrirspurn vegna

Funafold 41

CAPTCHA code


Sigríður Rut Stanleysdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali