Tunguheiði 8, Kópavogur
38.200.000 Kr.
Fjölbýlishús
3 herb.
80,6 m2
38.200.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1971
Brunabótamat
25.300.000
Fasteignamat
35.700.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Hringið og bókið skoðun hjá Lilju í síma 663-0464
Fasteignasalan TORG kynnir: Mikið endurnýjuð og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í rólegri og fallegri götu. Á íbúðinni eru gluggar í fjórar áttir sem gera hana sérlega bjarta. Búið er að endurnýja eldhús, flest gólfefni og baðherbergið. Mjög stórar vestursvalir eru á íbúðinni út frá stofunni.
Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Ragnarsd. lögg.fasteignasali í síma 663-0464 eða lilja@fstorg.is
Nánari lýsing eignar:
Forsofa: Komið er inn í opið forstofuhol með náttúrusteinflísum á gólfi á forstofurýminu en nýlegu harðparketi á gólfi í restinni af holinu. Holið er einskonar miðja eignarinnar og leiðir inn í öll önnur rými hennar. Gluggi.
Eldhús: Eldhúsið er endurnýjað með fallegri innréttingu á tvo veggi með hvítum sprautulökkuðum efri skápum og ask í neðri skápum. Við enda innréttingarinnar er mjög gott bar/eldhúsborð við stóran glugga sem snýr í vestur. Harðparket er á gólfi.
Þvottaherberg + geymsla: Innaf eldhúsinu er mjög stórt tvískpt rými sem rúmar bæði gott þvottaherbergi og geymslu. Gluggi er í rýminu. Mjög gott vinnuborð er í þvottaherberginu og hillur eru í geymslunni.
Stofa:  Stofan er rúmgóð með gluggum í tvær áttir ásamt því að útgengi er mjög stórar vestursvalir. Nýlegt fallegt harðparket er á gólfi.
Baðherbergi: Baðherbergið er endurnýjað með hvítri innréttingu undir vaski og speglaskáp á vegg fyrir ofan vask. Flísar eru á gólfi. Búið er að setja sturtu beint á gólf í enda rýmisins með góðu skilrúmi. Opnalegur gluggi er rýminu. Nýr handklæðaofn er á vegg.
Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er rúmgott með harðparketi á gólfi og góðum fataskápum. 
Barnaherbergi: Barnaherbergið er með harðparketi á gólfi.
 
Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið að mestu. Búið er að endunýja rafmagnstöfluna. Búið er að samþykkja að setja geymsluskúra á lóðina og mun hússjóðurinn standa kostnað af þeirri framkvæmd.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Lilja Ragnarsd. lögg.fasteignasali í síma 663-0464 eða lilja@fstorg.is
 
Senda fyrirspurn vegna

Tunguheiði 8

CAPTCHA code


Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali