Sörlaskjól 30, Reykjavík
47.900.000 Kr.
Tví/Þrí/Fjórbýli
3 herb.
95,7 m2
47.900.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1949
Brunabótamat
26.250.000
Fasteignamat
45.350.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir í einkasölu: Glæsilega 3ja herbergja risíbúð með bílskúr í góðu þríbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem náttúran og hafið er í göngufæri. Um er að ræða rúmgóða risíbúð sem er skráð 64,5 fm, en er um 80 fm að gólffleti þar sem hún er undir súð að hluta. húsið var málað að utan og múrviðgert árið 2015, búið er að endurnýja vatnslagnir og skolp var lagfært árið 2007. Íbúðin er vel skipulögð með stórri stofu, tveim svefnherbergjum, eldhúsi, baðherbergi og rúmgóðum gangi og rislofti.  Sameiginlegur garður og sameiginleg verönd í garði. Eigninni fylgja tvö sérbílastæði. Frábær staðsetning. Ægisíðan, Kaffihús Vesturbæjar, Sundlaug Vesturbæjar og Melabúðin í göngufjarlægð. Öll helsta þjónusta í nágrenninu. Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs í síma: 692-3344 og hronn@fstorg.is.

Nánari lýsing:
Forstofa:
komið er inn um sameiginlegan inngang með miðhæð og gengið upp á sér stigapall.
Stofa/borðstofa: stofan er rúmgóð og sjarmerandi og rúmar einnig borðstofu, parket er á gólfi, tveir gluggar.
Eldhús: eldhúsið er með snyrtilegri hvítri innréttingu, flísum á gólfi og gaseldavél.
Svefnherbergi: Svefnherbergið er snoturt með parketi á gólfi.
Barnaherbergi: Barnaherbergi er með parketi á gólfi og góðum skáp. Einnig er geymslurými undir súðinni.
Baðherbergi: Baðherbergið er nýlega tekið í gegn með fallegri innréttingu, upphengdu salerni , sturtuklefa, handklæðaofni og er flísalagt í hólf og gólf.
Geymsla: Geymsla er í risi sem farið er uppá úr fellistiga af stigapalli.
Þvottahús: Í sameign er þvottahús þar sem hver er með sína vél.
Bílskúr: Bílskúr er skráður 31,2 fm er bárujárnsklæddur að utan, með epoxí á gólfi og sjálfvirki hurðaopnun. 

Niðurlag: þetta er virkilega falleg og sjarmerandi risíbúð með bílskúr á frábærum stað í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem örstutt er út í fallega náttúru og nálægð við hafið. Allar nánari upplýsingar veitir Hrönn Ingólfsdóttir lgfs. í síma: 692-3344 og hronn@fstorg.is.

Fáðu frítt söluverðmat fyrir eignina þína hér.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Senda fyrirspurn vegna

Sörlaskjól 30

CAPTCHA code


Hrönn Ingólfsdóttir
Löggiltur fasteigna- og skipasali