Rúgakur 1, Garðabær
54.900.000 Kr.
Fjölbýlishús
2 herb.
116,2 m2
54.900.000
Stofur
1
Herbergi
2
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
1
Byggingaár
2008
Brunabótamat
46.690.000
Fasteignamat
49.600.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Lýsing


FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: Stórglæsileg 2ja herbergja lúxusíbúð á efrihæð (2.hæð) í góðu og vönduðu lyftuhúsi með stórum svölum til suðurs með glæsilegu útsýni yfir Garðabæinn og til vesturs út á sjó. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni ásamt stórri 21,5 fm sérgeymslu. Svefnherbergið er mjög stór með vel búnu fataherbergi. Sér þvottaherbergi er innan íbúðar. Húsið er aðeins tveggja hæða (jarðhæð + 2.hæð).  Örstutt er í alla helstu þjónustu ásamt leikskóla, skóla og fjölbrautaskóla.

Allar nánari upplýsingar veitir  Berglind Hólm lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is
 

Nánari lýsing eignar: Gengið er inn í lokað stigahús af jarðhæðinni. Í stigahúsinu er lyfta sem gengur niður í bílakjallarann og upp á 2.hæðina (efstu  hæðina). Þaðan er svo gengið út á utanáliggjandi stigagang að íbúinni.

Forstofa: Gengið er inní forstofu um sérinngang af svölum. Forstofan er rúmgóð með dökk gráum flísum á gólfi og góðum þreföldum fataskáp sem nær alveg upp í loft úr ljósum við.

Eldhús: Eldhúsið er opið yfir í stofu- og borðstofurými að hluta. Innréttingin er á tvo veggi með efri og neðri skápum úr ljósum við, efri skápar ná upp í loft. Góður opnanlegur gluggi er við enda eldhússins. Viðarparket er á gólfi.

Stofa + borðstofa: Stofan og borðstofan eru saman í opnu góðu rými. Viðar parket er á gólfi. Útgengi er út á stórar suð-vestur svalir með glæsilegu útsýni og víðsýni yfir Garðabæinn og út á sjó til vesturs.

Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með dökk gráum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum. Innréttingin er ljós með einstaklega miklu skápaplássi, meira en gengur og gerist, skúffur og skápar. Stór spegil er fyrir ofan innréttinguna við vaskinn. Bæði baðkar og sturta eru í rýminu. Salernið er upphengt.Gluggi með opnanlegu fagi er fyrir ofan baðkarið.

Hjónaherbergi: Hjónaherbergið er mjög stórt með parketi á gólfi. Inná hjónaherberginu er vel útbúið fataherbergi með hengi, hillum og skúffum.

Þvottahús: Sérþvottaherbergi er innan íbúðar með flísum á gólfi. Innrétting er hvít við vinnuvaski, vinnuborði og skápum.

Geymsla: Sér geymsla er í sameign, geymslan er mjög stór 21,5 fm.

Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir íbúðinni.

Allar nánari upplýsingar veitir Berglind Hólm lögg.fasteignasali gsm 694-4000 eða berglind@fstorg.is

Senda fyrirspurn vegna

Rúgakur 1

CAPTCHA code


Berglind Hólm Birgisdóttir
Löggiltur fasteigna- fyrirtækja- og skipasali