Efsti-Dalur 0, Selfoss
20.500.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
61 m2
20.500.000
Stofur
1
Herbergi
3
Baðherbergi
1
Svefnherbergi
2
Byggingaár
1992
Brunabótamat
25.900.000
Fasteignamat
18.600.000
Sjá allar myndir stórar Teikningar Senda á vin

Fasteignasalan TORG kynnir: Sumarbústaður á frábærum stað í Bláskógarbyggð þar sem stutt er í alla þjónustu og hinar ýmsu náttúruperlur. Staðsetning býður jafnframt upp á glæsilegt útsýni og skemmtilegar gönguleiðir. Svæðið er afar gróðursælt og er lokað með hliði. Bústaðurinn er með hitaveitu. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is 

Bústaðurinn var byggður árið 1993 en var stækkaður árið 2003. Er eignin samtals um 61,3 fm, en þar af er 7,1 fm útigeymsla sem gengið er inn í af verönd. Bústaðurinn stendur á 4.690 fm. leigulóð.
Húsið er timburhús, klætt að utan með málaðri timburklæðningu og bárujárn er á þaki. Stór timburpallur er við bústaðinn og á honum er heitur pottur. Bústaðurinn að innan skiptist í forstofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi og aðalrými með eldhúsi, borðstofu og stofu þar sem hátt er til lofts. Útgengi er úr stofunni út á pall. Þar að auki er upptekið loft og er góður stigi upp á það úr stofunni. Loftið er um 18 fm og er afar rúmgott og nýtist vel sem viðbótarherbergi. Plastparket er á öllu húsinu sem er klætt með panil að innan, sturta er á baðherberginu og er eldhúsið búið ísskáp, eldavél og uppþvottavél. Lítið tún er beint fyrir framan bústaðinn og nýtist sem leiksvæði en annars er mikill trjágróður á lóðinni og því um mikið næði.
Húsið er í góðu standi og hefur aðeins einn eigandi verið frá upphafi. Bústaðinn má ekki selja til félagasamtaka en slíkt gildir fyrir allt hverfið.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða hafdis@fstorg.is 

Senda fyrirspurn vegna

Efsti-Dalur 0

CAPTCHA code


Hafdís Rafnsdóttir
Sölustjóri, Löggiltur fasteigna- og skipasali og eigandi