Fasteignasalan TORG kynnir: Mjög rúmgóð, björt og falleg íbúð með stæði í lokaðri bílageymslu, þremur rúmgóðum svefnherbergjum, fataherbergi og þvottaherbergi innan íbúðar. Um er að ræða íbúð á þriðju hæð (gengið upp einn stiga frá bílaplani) sem er skráð skv f.m.r 123,1 fm. Fallegt útsýni er m.a út að sjó frá svefnherbergjum og rúmgóðar austursvalir eru á íbúðinni. Mjög vandað og fallegt leiksvæði er við húsið og góð staðsetning þar sem stutt er í skóla, leikskóla og út í náttúruna. Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn í forstofu með harðparketi á gólfi og þreföldum fataskáp.
Stofa: Stofan er mjög rúmgóð og björt með harðparketi á gólfi og útgengt er á djúpar og rúmgóðar austursvalir frá stofunni.
Eldhús: eldhúsið er opið við stofu og er með fallegri innréttingu frá Axis með góðu skápaplássi. Ofninn er í vinnuhæð og uppþvottavél getur fylgt með.
Svefnherbergi: herbergin eru þrjú, öll rúmgóð og björt með fallegu útsýni og harðparketi á gólfi. Góðir fataskápar eru í barnaherbergjum og innaf aðalsvefnherbergi er fataherbergi með góðum innréttingum.
Baðherbergi: Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með stórri sturtu með glerskilrúmi, upphengdu salerni, handklæðaofni og góðri innréttingu með ágætis skápaplássi.
Þvottahús: innan íbúðar er þvottaherbergi með flísum á gólfi, vaski og tengi bæði fyrir þvottavél og þurrkara.
Geymsla: í sameign er sér geymsla með hilum sem fylgir eigninni.
Hjóla og vagnageymsla: í sameign er sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Bílageymsla: eigninni fylgir gott stæði í lokaðri bílageymslu.
Niðurlag: þetta er virkilega rúmgóð og falleg íbúð á eftirsóttum stað í Urriðaholti Garðabæjar þar sem stutt er út í náttúruna, leikskóla og skóla.
Allar nánari upplýsingar veitir Hafdís Rafnsdóttir löggiltur fasteignasali gsm 820-2222 eða [email protected]