Opið hús: 23. mars 2023 kl. 17:30 til 18:00.**OPIÐ HÚS** Fimmtudaginn 23. mars kl. 17:30-18:00. Nánari uppl. veitir Unnur Svava
[email protected] ** Verið velkomin
Fasteignasalan TORG kynnir:
Rúmgóð og björt þriggja herbergja sérhæð í þríbýlishúsi á Kársnesi. Eignin í heild er skráð 122 fm, og skiptist í íbúð á hæð 97 fm og bílskúr 25 fm. Bílskúr er innréttaður sem stúdíóíbúð og því hefur eignin möguleika á leigutekjum.
Góð staðsetning í vesturbæ Kópavogs á rólegum hluta Kársnesbrautarinnar með fallegu útsýni. Sérinngangur og tvennar svalir.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og [email protected].NÁNARI LÝSING: Sérinngangur: Gengið er inn um sérinngang og upp á aðra hæð. Stigahúsið er teppalagt og með svölum til vesturs þegar komið er upp.
Hol: Stórt hol með innbyggðum fataskáp sem tengir öll rými íbúðar. Parket á gólfi.
Eldhús: Hvít U-laga innrétting með svartri borðplötu og flísum á milli efri og neðri skápa. Málaður korkur á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innrétting með góðu skápaplássi og spegli fyrir ofan vask. Baðherbergi er flísalagt og baðkar með upphengdri sturtu, upphengdu klósetti og handklæðaofni.
Hjónaherbergi: Rúmgott með stórum glugga og rúmgóðum innbyggðum skápum. Parket á gólfi.
Barnaherberbergi: Rúmgott með parketi á gólfi.
Stofa og borðstofa: Stór stofa og borðstofa með stórum gluggum til suðurs og vesturs. Stofa hefur útgengi á svalir til suðurs.
Bílskúr: Auka íbúð: Flísalagt við inngang og harðparket á gólfi. Eldhúsinnrétting með helluborði, vaski og aðstaða fyrir lítinn ísskáp. Baðherbergi með sturtu. Möguleiki á góðum leigutekjum. Stór verönd á þaki bílskúra nýtist vel í sameign hússins.
Þvottahús: Sameiginlegt þvottahús er í sameign þar sem hver íbúð er með sín tæki.
Geymsla: Í sameign er sérgeymsla.
Endurbætur: Húsið var nýlega sprunguviðgert og málað,
gler og gluggar hafa verið endurnýjaðir að hluta, einnig var
þak endurnýjað fyrir ca. 15 árum.
Sérhæð, með sérinngangi, í þríbýlishúsi á Kársnesi. Bílskúr er innréttaður sem stúdíóíbúð og því hefur eignin möguleika á leigutekjum. Góð staðsetning í vesturbæ Kópavogs á rólegum hluta Kársnesbrautarinnar með fallegu útsýni.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, s. 623-8889 og [email protected].Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.