FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: Bjarta og fallega 5 herbergja efri sérhæð í góðu vel staðsettu tvíbýli með bílskúr. Eignin er skráð 163,6 fm en þar af er bílskúr 23 fm. Íbúðin sjálf er 140.6 fm og skiptist í: Anddyri/hol, 3 svefnherbergi(möguleika 4 herberginu), baðherbergi, gestasnyrting, stofu útgengi út á svalir, eldhús, sérþvottahús og geymslu. Einstök staðsetning í rólegri botnlangagötu í næsta nágrenni við skóla. Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða [email protected] eða Rebekka, lögg.fasteignasali í síma 7768624 eða [email protected]Nánari lýsing eignar: Góð aðkoma og bílastæði. Forstofa flísalögð með skáp, þar innaf er gestasnyrting með klósetti og vaski.
Rúmgott bjart
sjónvarpshol, flísar á gólfi, útgengt út suðursvalir.
Stofan og borðstofan eru samliggjandi mjög rúmgóð með parketi á gólfi, opið þaðan í eldhúsið.
Eldhús með hvítum innréttingum, gott skápapláss, góður borðkrókur.
Þvottahús og
búr innaf eldhúsi með glugga.
Frá holi er gengið upp nokkur þrep í svefnherbergisálmu:
Þrjú barnaherbergi, búið að opna á milli tveggja þeirra en auðvelt að breyta í fyrra horf, skápar í einu herbergi, parket á gólfum.
Hjónaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp.
Baðherbergi flísaþiljum á veggjum og kork á gólfum. Baðkar með sturtuaðstöðu.
Bílskúr með hita, rafmagni. Hleðslustöð fylgir með. Fyrir ofan bílskúr er sameiginleg verönd sem efri hæð notar aðallega, ca 50 fm.
Húsið hefur fengið mjög gott viðhald í gegnum tíðina og virðist í mjög góðu ástandi. Þak var endurnýjað 2004. Skipt var um alla ofna í íbúðinni 2021.
Allar nánari upplýsingar veitir Þorgeir, lögg.fasteignasali í síma 696-6580 eða [email protected] eða Rebekka, lögg.fasteignasali í síma 7768624 eða [email protected]Fylgdu mér á Instagram og Facebook til að fá nýjustu upplýsingar um eignir til sölu og aðrar nytsamlegar upplýsingar um fasteignamarkaðinn. Vantar þig hjálp við að finna eign kíktu á https://verdmatfasteigna.is/vid-hjalpum-ther-ad-finna-draumaeignina/ Viltu vita hvers virði þín eign er ? www.verdmatfasteigna.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra