Fasteignasalan TORG kynnir í einkasölu: Rúmgóð 2ja - 3ja herbergja endaíbúð á 3ju hæð í góðu fjölbýli við Háengi á Selfossi. Íbúðin var mikið endurnýjuð fyrir tveimur árum. Má þar nefna að skipt hefur verið um eldhúsinnréttingu, rafmagnstengla, gólfefni og málningarvinna unnin. Eignin er skráð 76,5 m
2, þar af er 6,7m
2 geymsla í kjallara hússins. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni. Snyrtilegur stigagangur. Íbúðin er laus við kaupsamning. Góð fyrstu kaup!
*** Bókið skoðun hjá Svavari Friðrikssyni, löggilts fasteignasala í síma 623-1717 eða [email protected] ***Lýsing eignar:Forstofa/hol með skápum. Komið er inn opið rými með parketi á gólfi.
Möguleiki að breyta eldhúskróki í svefnherbergi með glugga. Nokkrar íbúðir í fjölbýlishúsinu eru þannig að sögn eiganda.
Eldhús endurnýjað 2021 með innréttingu og blöndunartæki frá IKEA ásamt innbyggðri uppþvottavél og ofni.
Það er góður möguleiki að breyta borðstofu yfir í svefnherbergi.
Stórt og rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu. Innrétting.
Á hæðinni er sameiginlegt þvottaherbergi þar sem hver er með sína þvottavél. (þvottavél fylgir)
Á jarðhæð er stórt sameiginlegt þvottahús og sameiginleg hjólageymsla.
Í kjallara er 7,6m
2 sérgeymsla.
Næg bílastæði.
Endurnýjað 2021: Eldhúsinnrétting, rafmagnstenglar, gólfefni og íbúð máluð.
Mjög snyrtileg íbúð í vel staðsettu húsi á Selfossi. Örstutt er í Fjölbrautarskóla Suðurlands, sundlaug og í nýja miðbæinn sem er nú í uppbyggingu.
*** Bókið skoðun hjá Svavari Friðrikssyni, löggilts fasteignasala í síma 623-1717 eða [email protected] ***Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.