FASTEIGNASALAN TORG KYNNIR: Björt og rúmgóð þriggja herbergja enda íbúð á 2.hæð (efsta hæð) með sérinngangi af svölum í fallegu lágreistu fjölbýlishúsi í Akralandinu. Eignin er skráð 116,6 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, tvö baðherbergi með baðaðstöðu, annað er beint inn af hjónaherbergi, mjög rúmgott alrými með eldhúsi, stofu og borðstofu, sér þvottahús innan eignar og geymslu í kjallara. Húsið er aðeins tveggja hæða og allar íbúðir eru með sérinngangi. Fallegt útsýni er frá íbúðinni til vesturs yfir Akralandið. Örstutt er í alla helstu þjónustu ásamt leikskóla, skóla og fjölbrautaskóla. Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali í síma 767-0000 eða í tölvupósti: [email protected]Nánari lýsing eignar: Gengið er inn í
forstofu um sérinngang af svölum. Forstofan er með dökk gráum flísum á gólfi og góðum þreföldum fataskáp sem nær alveg upp í loft úr ljósum við. Úr anddyri er gengið inn í
þvottaherbergi er með dökk gráum flísum á gólfi, hvítri innréttingu með vask sem gerir ráð fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi er í þvottaherbergi.
Hjónaherbergið er mjög rúmgott með eikar parketi á gólfi og sexföldum fataskáp úr ljósum við sem nær alveg upp í loft. Inn af hjónaherbergi er sér
baðherbergi. Dökk gráar flísar eru á gólfi og hvítar flísar á veggjum. Góð innrétting úr ljósum við er undir vaski og við hlið spegils. Baðkar er með sturtuaðstöðu undir opnanlegum glugga. Salernið er upphengt. Hiti í gólfi.
Barnaherbergið er með eikarparketi á gólfi og tvöföldum fataskáp úr ljósum við. Annað baðherbergi er fram á gangi en það er flísalagt í hólf og gólf með dökk gráum flísum á gólfi og hvítum flísum á veggjum, sturtuklefa og upphengdu salerni. Innréttingin er úr ljósum við með tvöföldum skáp undir vaskborði. Hiti er í gólfi. Alrýmið er opið og bjart en í því er eldhús, stofa og borðstofa.
Eldhús innréttingin er úr ljósum við en búið er að breyta upprunalegu skipulagi til þess að koma fyrir tvöföldum ísskáp og tveimur bakaraofnum.
Stofan og borðstofan eru í opnu stóru og björtu rými með eikarparketi á gólfi. Útgengi er á stórar suður-vestur svalir með útsýni yfir akralandið.
Sérgeymsla er í kjallara, skráð 10,3 fm. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í kjallara.
Fjórar hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla eru fyrir utan húsið og nóg af stæðum. Húsið er klætt með áli að mestu leyti en að hluta með viði og því viðhaldslítið. Sólarfilmur eru á öllum rúðum í íbúðinni. Lóðin er fullfrágengin með tyrfðum flötum.
Allar nánari upplýsingar veitir Darri Örn Hilmarsson, löggiltur fasteignasali í síma 767-0000 eða í tölvupósti: [email protected]