Fasteignasalan TORG kynnir :
Gullfalleg og vel skipulögð 102,3fm fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð með útgengi út á verönd bæði til suðurs og norðurs. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, þrjú herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Eignin er mjög mikið endurnýjuð og meðal annars skipt um eldhúsinnréttingu og tæki, baðherbergið tekið í gegn og skipt um gólfefni og innihurðir. Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á [email protected]
NÁNARI LÝSING : Komið er inn í forstofu með skáp, parket á gólfi. Rúmgóð og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi, útgengt út á hellulagða verönd til suðurs. Mjög fallegt eldhús með nýlegri hvítri innréttingu, tengi fyrir uppþvottavél. Hjónaherbergi með innbyggðum skáp, útgengt út á hellulagða verönd, parket á gólf. Annað gott herbergi með skáp, útgengt út á verönd, parket á gólfi. Herbergi með parket á gólfi. Baðherbergi með baðkari með sturtuaðstöðu, innrétting við vask, upphengt salerni, flísar á gólfi og veggjum. Þvottahús er innan íbúðar með flísum á gólfi. Í sameign er 7,8fm sér geymsla ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Búið er að færa eldhúsið inn í alrýmið og útbúa þriðja svefnherbergið. Mjög gott skipulag er á íbúðinni. Næg bílastæði eru við húsið.
ATH. eigendur skoða skipti á stærri eign í Hamra - og eða Foldahverfi í Grafarvogi.Nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á [email protected]