Hrísrimi 31, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
89.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Tvíbýli
3 herb.
123 m2
89.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1991
Brunabótamat
56.700.000
Fasteignamat
78.050.000

Fasteignasalan TORG kynnir :
Um er að ræða bjarta og fallega, vel skipulagða þriggja herbergja neðri sér hæð með sérinngangi auk bílskúrs í tvíbýli við Hrísrima 31 í Grafarvogi. Eignin er staðsett innarlega í botnlanga. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, tvö herbergi, baðherbergi, þvottahús og bílskúr. Verönd út frá stofu til suð /vesturs. Næg bílastæði. Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á [email protected]


NÁNARI LÝSING : 
Forstofa með fatahengi, flísar á gólfi, inn af forstofu eru innbyggðir fataskápar.
Eldhús er rúmgott með snyrtilegri kirsuberjarviðar innréttingu, flísar á milli skápa, span helluborð, opið yfir í borðstofu/stofur, hiti í gólfi og flísar.
Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar með gluggum á tvo vegu, flísar á gólfi, út gengi út á stóra suð-vestur verönd og þaðan út í sameiginlegan snyrtilegan garð. Fallegt útsýni.
Hjónaherbergi með fataskápum á heilum vegg, parket á gólfi.
Barnaherbergi er rúmgott með parketi á gólfi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtuaðstöðu, innrétting við vask, gluggi er á baði.
Þvottahús með tengi fyrir þvottavél og þurrkara, fínar hillur, út gengi út í bakgarð og einnig er innangengt í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr með heitu og köldu vatni, ofn, gluggar á tvo vegu, fjarstýrður hurðaropnari. Útgengi út á baklóð frá skúr. Hitalögn í plani.
Garður er sameiginlegur, fallegur, vel gróinn, aflokaður með runnagróðri, sérpallur í suð-vestur. Nýbúið er að ganga frá ruslatunnugeymslum við enda lóðar.

Eignin er vel umgengin og viðhaldi verið reglulega sinnt. Aðkoman er snyrtileg og sameign og lóð í góðu ástandi. Húsið að utan var við gert og málað 2013. Baðherbergi endurnýjað 2014. Gólfhiti settur í stofu og eldhús 2015 og flísar endurnýjaðar.  

Fasteignamat fyrir 2024 verður 84.800.000.-kr.

Allar nánari upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á [email protected]

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.