Skjólbraut 11, 200 Kópavogur
89.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjórbýli
3 herb.
104 m2
89.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2023
Brunabótamat
0
Fasteignamat
32.350.000
Opið hús: 28. nóvember 2023 kl. 17:00 til 17:30.

Opið hús: Skjólbraut 11, 200 Kópavogur. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 28. nóvember 2023 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Sigríður Rut, lgfs. gsm 699-4610 og Fasteignasalan TORG kynna: Einstaklega fallega og vel skipulagða 3ja  herbergja íbúð í nýbyggingu   í fjórbýlishúsi.  Um er að ræða 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi, góð aðkoma og  tvö sérbílastæði fylgja.  Alls er eignin 104,9 fm og skiptist íbúðin í forstofu,   tvö svefnherbergi, baðherbergi/þvottaherbergi ,aðalrými með eldhúsi, borðstofu ,stofu og geymslu innan íbúðar. Frá alrýminu  er útgengt út á góða verönd til suðurs.  Eigninni tilheyrir 30 fm. sérafnotaflötur í garði við suðurhlið hússins samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu. Íbúðinni er skilað samkvæmt skilalýsingu.  Einstök staðsetning í grónu hverfi í næsta nágrenni við Sundlaug Kópavogs.  Íbúðin skilast samkvæmt skilalýsingu, HTH innréttingar, eldhústæki frá Bræðrunum Ormsson, gólf flísalagt í anddyri,  baðherbergi/þvottaherbergi og geymslu en að öðru leyti skilast íbúðin án gólfefna.  Afhending er við kaupsamning.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir í gsm. 699-4610 eða [email protected] Nánari lýsing
Gengið er niður hægri  hlið húsins forsteyptur stigi með hita í.
Sérinngangur.
Forstofa: Með fataskáp og flísum á gólfi.  
Svefnherbergi 1: Rúmgott og bjart er innaf stofu með skáp.
Hjónaherbergi 2: Rúmgott og bjart með fataskáp.
Eldhús/stofa og borðstofa mynda alrými. Útgengt út á góða suðurverönd frá stofu.
Eldhús: Bjart og með fallegri innréttingu frá HTH, spanhelluborð, innbyggð uppþvottavél og innbyggður ísskápur frá Bræðurnir Ormsson.
Baðherbergi/þvottaherbergi: Innrétting frá HTH, upphengd salerni, flísalagt gólf og að hluta veggir. Sturtuþil úr hertu gleri frá Byko. 
Geymsla:  Er inní íbúðinni.  Flísalagt gólf.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla.
Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir hverja íbúð. Frágangur á lóðamörkum skal vera í samráði við umráðendur aðliggjandi lóða.
Bílastæði eru hellulögð. Snjóbræðsla undir allar hellur og stiga samkvæmt skilalýsingu. Rafmagnröri verður komið fyrir í bílastæði þannig að hver íbúð geti sett upp rafbílahleðslu.

Staðsetning:  Einstök staðsetning í grónu hverfi í vesturbæð Kópavogs þar sem stutt er í sundlaug Kópavogs,   Menntaskólann i Kópavogi og barnaskóla. Tveir leikskólar, Gerðasafn og Salurinn allt í göngufæri.  Skemmtilegar göngu og hjólaleiðir í nágrenninu.
Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Rut Stanleysdóttir, löggiltur fasteignasali í gsm. 699-4610 eða  [email protected] Skilalýsing: Skjólbraut 11. Nýbygging.
 

Arkitekt : TAG teiknistofa ehf.
Burður: BM Vallá
Lagnir: TAG teiknistofa ehf.
Raflagnahönnun: Akkur ehf.
 
Frágangur á húsinu
Almennt miðast allur fragangur og efnisval við grunnmyndir og sérteikningar TAG teiknistofu.
Almenn lýsing
Um er að ræða fjórbýli á tveimur hæðum. Bygging er úr vottuðum forsteyptum samlokueiningum frá BM Vallá. Undirstöður eru steyptar úr járnbentri steinsteypu sem hvíla á burðarhæðri frostfrírri malarfyllingu eða malarkambi. Botnplata er staðsteypt.
Þak
Burðarvirki þaks eru timbursperrur. Þak er klætt með bárujárni, þar undir er þakpappi og borðaklæðning.
Veggir
Útveggir eru forsteyptir samlokuveggir, uppbyggðir úr 70mm veðurkápu með sléttri áferð, 100mm einangrun í kjarna og 150mm burðarvegg.
Léttir innveggir eru hefðbundnir heilsparslaðir gipsplötuveggir. Öllum veggjum verður skilað grunnuðum og með tveimur umferðum af vatnsmálingu (málarhvítu).
Stigi og sameign
Stigar eru tveir, sitthvorum meginn við húsið. Stigarnir eru forsteyptir. Handlisti er öðru megin við stiga. Sameign/lagnageymsla ásamt geymslum fyrir íbúðir á efri hæð er flísalagt. Allt þetta rými er skilast í því ástandi sem það er núna. Geymslum er skilað með hvítum yfirfeldum hurðum.
 Loft
Loft á efri hæð eru lokuð með raflagnagrind og gipsplötum þannig að lofthæð timburþaks sé nýtt. Loft eru sandspörsluð, grunnuð og máluð í hvítum loftmálningarlit. Loft og veggir á baðherbergjum og þvottahúsum eru máluð með viðurkenndri votrýmismálningu þar sem við á (málarahvítt).
Gólfefni
Flísar eru á gólfum á baðherbergi/salerni og forstofu/anddyri í íbúðum en einnig á þvottur/geymsla í neðri íbúðum. Flísar eru á veggjum þar sem sturtan er staðsett og að vegg þar sem handklæðaofn er. Öðrum rýmum er ekki skilað með gólfefni.
 Innréttingar
Sérsmíðuð innrétting frá HTH frá Ormsson, plasthúðuð (CPL).
Borðplata er úr 30mm þykk, plasthúðuð spónarplata (HPL).Íbúðum er skilað með innréttingum í eldhúsum, baðherbergjum og fataskápum í öllum herbergjum ásamt  forstofuskápum. Eldhúsinnrétting skilast með vaski og blöndunartæki. Spanhelluborð, vifta í innréttingu eða á eyjuháfi þar sem við á ásamt ofni með blæstri er frá Ormsson. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur í innréttingu.
 Baðherbergi
Á baðherbegjum eru gólf flísalögð ásamt hluta af veggjum eins og fram kemur í gólfefna kaflanum. Sérsmíðuð innrétting frá HTH frá Ormsson. 
Á baðherbergi er handlaug, handlaugstæki, handklæðaofn, vegghengd klósettskál, klósett seta og klósett skjöldur. Allt frá Byko.
Sturtubotninn er flísalagður með 80cm. rennu. Sturtuþil 100x210cm úr hertu gleri.
Gluggar og hurðir
Gluggar og útihurðir eru úr ál-/trékerfi. Að innan eru póstar og karmar úr tré, að utan eru þeir klæddir áli. Tvöfalt einangrunargler er í gluggum. Allar innihurðir eru frá Birgisson. Hvítar yfirfeldar hurðir.
 Verandir
Verandir eru fyrir framan íbúðir á neðri hæð, báðar eru með timburpalli og timbur skjólvegg á milli. Stórar svalir fylgja íbúðum á efri hæð.
 Hitakerfi og neysluvatnslagnir
Íbúðir eru hitaðar upp með gólfhitakerfi frá Danfoss. Heitt neysluvatn verður upphitað kalt vatn frá varmaskipti.
Snjóbræðsla
Snjóbræðsla verður sett í öll bílastæði einnig í tröppur og gönguleið að inngöngum íbúða á neðri hæð.
Raflagnir
Raflagnir eru lagðar á hefðbundinn hátt í veggjum, lofti og á gólfi. Rofar og tenglar eru hvítir.
Greinatöflur verða í hverri íbúð.
Sorp
Hverri íbúð er skilað með sorptunnuskýli sem rúmar tvær ruslatunnur. Hurðar, lok og pumpur á sorptunnum fylgja ekki. Lóð er ekki skilað með grindverki í kringum lóð. Kaupendur allra íbúða koma sér saman um grindverkar val og er grindverk valið í samvinnu með nærliggjandi lóðum þar sem við á.
 
Frágangur lóðar og ofanvatnslausnir
Gert er ráð fyrir 2 bílastæðum fyrir hverja íbúð. Frágangur á lóðamörkum skal vera í samráði við umráðendur aðliggjandi lóða.
Bílastæði verða hellu lögð með 10x20 ljósgráum hellum. Gras er sett á aðra hluta lóðarinnar. Snjóbræðsla verður lögð undir allar hellur og stiga. Rafmagnröri verður komið fyrir í bílastæði þannig að hver íbúð geti sett upp rafbílahleðslu.
Öll efni og vinna skulu vera í samræmi við ÍST staðla og reglugerðir.
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Kaupandi eignarinnar greiðir skipulagsgjald þegar það verður lagt sem er 0,3% af endanlegu brunabótamati eignarinnar.

Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma
í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags.
Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir
og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.